Ég er rafvirki

Framtíðin er full af tækifærum

Ýmis námskeið

Rafmennt heldur fjölbreytt námskeið fyrir alla félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands. Námskeiðin eru miðuð við að nemendur hafi lokið sveinsprófi í rafiðngreinum en það er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku. Hjá skólanum er gott úrval fagnámskeiða sjá heimasíðu skólans www.rafmennt.is. Einnig er þar að finna upplýsingar um styrki sem félagsmenn sem vinna hjá fyrirtækjum er greiða af þeim í eftirmenntunarsjóð rafiðnaðarmanna, eiga rétt á.