
Símsmiður leggur strengi í jörð eða hús, setur upp tengigrindur og tengir við jarðsímakerfi. Hann setur upp og kennir notendum á notendabúnað svo sem símstöð og símtæki. Símsmiður leggur einnig og tengir kapalkerfi s.s. tölvukerfi og tölvunet, gerir við bilun í strengjum, sér um viðhald á notendabúnaði og mælir upp og teiknar afstöðumynd af gömlum og nýjum jarðsímalögnum.
Að loknu grunnnámi í rafiðnum þarf að gera námssamning við símsmíðameistara. Nemendur á námssamningi ljúka verklegum hluta námsins á vinnustað en bóklegum hluta í Raftækniskólanum, Tækniskóla skóla atvinnulífsins. Náminu líkur með sveinsprófi sem veitir rétt til að starfa í iðninni.
Símsmíði er löggilt iðngrein.