Ég er sýningarstjóri

Framtíðin er full af tækifærum

Sýningarstjórn

Kvikmyndasýningarstjórar  vinna í kvikmyndahúsum og stjórna þar búnaði sem sýnir kvikmyndir. Sá búnaður getur bæði verið hefðbundin þar sem kvikmynd er á spólu eða sem tölvubúnaður þar sem kvikmynd er geymd á hörðum diski. Mikil þróun er í búnaði tengdum kvikmyndum og miklar breytingar hafa orðið á síðustu árum. Nánast allur búnaður er nú stafrænn.

Meginmarkmið náms til kvikmyndasýningarstjóra er að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu og færni í stjórnun kvikmyndasýninga í kvikmyndahúsum. Meðalnámstími er um tvö og hálft ár að meðtöldu grunnnámi rafiðna. Að loknu grunnnámi tekur við starfsnám á vinnustað.